Fréttir & fyrirlestrar

Hjartans mál: hjarta- og æðasjúkdómar kvenna

Hádegisfyrirlestrar Fjölheima hefjast aftur fimmtudaginn 24.september næstkomandi kl.12:10 - 12:50. Í þetta skipti koma til okkar hjúkrunarfræðingar sem útskrifuðust frá Háskólanum á Akureyri sl. vor og skrifuðu um mjög áhugavert málefni í lokaverkefni sínu, hjarta- og æðasjúkdóma. Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein helsta dánarorsök karla og kvenna í heiminum í dag. Í rannsókn þeirra var aðallega fjallað um kransæðastíflu og megin áhersla lögð á konur með kransæðastíflu en í gegnum tíðina hefur athyglinni verið beint frekar að körlum. Ástæður þess eru m.a. taldar vera að konur greinast seinna á lífsskeiðinu og birtingarmyndir einkenna þeirra eru oft óljósari. Hugmyndin að verkefninu kviknaði

Hádegisfyrirlestrar Fjölheima að hefjast aftur

​ Hádegisfyrirlestrar Fjölheima hefjast aftur fimmtudaginn 24.september næstkomandi. Þeir sem eru á póstlista munu fá tilkynningu um efni fyrirlestrarins um leið og hann verður auglýstur á síðunni. Eins og fyrr býður Birtu hópurinn uppá súpu og brauð á vægu verði á meðan fyrirlestrinum stendur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Nýtt efni
Eldra efni
Skjalasafn
Leit
No tags yet.

Líttu við á Facebook síðunni okkar

© Fjölheimar við Tryggvagarð 800 Selfossi

  • Facebook - Black Circle