Fréttir & fyrirlestrar

Hádegisfyrirlestrar Fjölheima að hefjast aftur

Fyrsti viðburður ársins í hádegisfyrirlestraröð Fjölheima verður fimmtudaginn 28. janúar kl. 12:10 Þá mun Valgerður Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands, kynna stuttlega Sölu-, markaðs- og rekstarnám sem hún lauk nýlega hjá Fræðslunetinu en þar vann hún lokaverkefni fyrir Háskólafélag Suðurlands. Valgerður mun segja frá afurð námsins, sem er viðskiptaáætlun fyrir nýtt og spennandi nám sem Háskólafélag Suðurlands ætlar að hleypa af stokkunum haustið 2016 og ber yfirskriftina: „Ferðamálabrú, nýsköpun og stjórnun“.

Menningararfur - skiptir hann þig máli?

Ef svarið er já, þá átt þú erindi á þennan umræðufund um óáþreifanlegan menningararf og kynningu á sáttmála UNESCO um verndun hans. Fimmtudaginn 21. janúar kl. 18:00 í Fjölheimum á Selfossi verður haldinn umræðu- og kynningarfundur um óáþreifanlegan menningararf (menningarerfðir) og sáttmála UNESCO um verndun hans. Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla, hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, Þorrablótum, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku; að kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull. Fundurinn er í tengslum við verkefni á vegum menntamálaráðuneytinsins og er markmiðið að: • koma af stað umræðu um menning

Nýtt efni
Eldra efni
Skjalasafn
Leit
No tags yet.

Líttu við á Facebook síðunni okkar

© Fjölheimar við Tryggvagarð 800 Selfossi

  • Facebook - Black Circle