Hádegisfyrirlestar Fjölheima

Fimmtudagar í Fjölheimum
 

Fjölheimar standa fyrir mánaðarlegum hádegisfyrirlestrum, síðasta fimmtudag hvers mánaðar.

Umfjöllunarefnin eru margvísleg en lögð er áhersla á sunnlenska skírskotun eins og að velja umræðuefni sem eru í senn fræðandi, skemmtileg og eiga erindi við íbúa.

 

Fyrirlestrarnir eru stuttir og hnitmiðaðir og settir fram á skiljanlegan máta, í flestum tilfellum fara svo fram umræður að fyrirlestri loknum.

 

Þessir fyrirlestrar eru liður í því að opna starfsemi Fjölheima sem mest fyrir íbúana sem starfsemin þjónar.

 

Birta - starfsendurhæfing á Suðurlandi hefur samhliða fyrirlestrunum boðið uppá gæða súpur og brauð á vægu verði. 

 

 

Skráning fer fram á fjolheimar@gmail.com og svo er hægt að skrá sig á póstlista hér til að fá sendar tilkynningar um fyrirlestrana og efni þeirra.