Hádegisfyrirlestar

Ormar á eldhúsborðinu
 

Fimmtudaginn 30 apríl var síðasti hádegisfyrirlestur Fjölheima veturinn 2014-15.

 

Auður I Ottesen framkvæmdarstjóri og ritstjóri tímaritsins Sumarhússins og garðsins kom og fjallaði meðal annars um mold og orma á eldhúsborðinu. Auður er sannkallaður boðberi sumarsins og gaf  gestum innsýn inní hvað ratar á eldhúsborðið í Fossheiði 1 en það er fjarri því að vera hefðbundið.

DÁLEIÐSLA - Hvað er það?
 

Þann 26.mars fjallaði Jón Bjarni Bjarnason markþjálfi og dáleiðslutæknir, um dáleiðslu.

 

Stiklað var á stóru um sögu dáleiðslunnar og leitast við að svara spurningum eins og: 
Hvað er dáleiðsla? 
Hvernig virkar dáleiðsla? 
Er hægt að dáleiða alla? 
Getur getur dáleiðandi náð valdi yfir mér? 
Er hægt að nota dáleiðslu til að hætta reykja / léttast / losna við kvíða o.s.frv.

Áhrif nýrrar brúar yfir Ölfusá.

 

Hvaða áhrif hefur ný brú yfir Ölfusá á þjónustuaðila á Selfossi?


Hádegisuppákoma Fjölheima í febrúar er næsta miðvikudag, 25 febrúar.
Í þetta sinn kemur Magnús Gísli Sveinsson til okkar en hann rannsakaði í BS verkefni sínu í viðskiptafræði hugsanleg áhrif sem ný brú yfir Ölfusá gæti haft á þjónustuaðila hér á árbakkanum. 
Ritgerð Magnúsar ber heitið „Áhrif hjáleiðar um Selfoss á verslun og þjónustu“ . Í henni var gerð rannsókn á hverjar verslunarvenjur sumarhúsaeigenda í Grímsnes- og Grafningshreppi eru með það að markmiði að sjá hvort þær breytist ef þjóðvegur eitt væri færður norður fyrir Selfoss. Að auki var rætt við hagsmunaaðila og afstaða þeirra til framkvæmdarinnar könnuð og hvaða áhrif þeir teldu að færsla vegarins norður fyrir Selfoss hefði á þeirra rekstur.
Magnús mun segja frá sínum rannsóknum og helstu niðurstöðum og er því hér er einstakt tækifæri til að kynna sér vinnu Magnúsar við rannsókn á þessu mikilvæga málefni sem er mikið í umræðunni meðal íbúa á svæðinu.

Blundar víkingur í þér?

 

Hádegisuppákomur Fjölheima hófust aftur fimmtudaginn 29 janúar eftir jólafrí og spurt var;  Blundar víkingur í þér ?

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur kynnti Víkingafélag Suðurlands sem var stofnað vorið 2014. Félagið hefur þegar tekið þátt í nokkrum viðburðum á Suðurlandi og var því orðin full þörf fyrir félag að þessu tagi. Á fyrirlestrinum var starfssemi þessa skemmtilega félagskapar kynnt.

Innan félagsins er handverkshópur, eldsmíða hópur, fræðsluhópur og bardagahópur. Víkingahópur Suðurlands tekur þátt í ýmiskonar viðburðum og vinnur að og kynnir handverk víkingaaldar og sinnir fræðslu um allt sem viðkemur víkingamenningu. Fjallað verður um starfsemi félagsins, framtíðaráætlanir og stefnu félagsins að auðga menningartengda viðburði og fræðslu á Suðurlandi.

Í erindi Margrétar fengu fundarmenn að  fræðast um hvernig við búnar eru til víkingaperlur, byggð torfhús, smíðað úr járni ásamt ýmsu öðru.