Hádegisfyrirlestrar veturinn 2015-2016

Hjartans mál: hjarta- og æðasjúkdómar kvenna 

 

Hádegisfyrirlestrar Fjölheima hefjast aftur fimmtudaginn 24.september næstkomandi kl.12:10 - 12:50. 

 

Í þetta skipti koma til okkar hjúkrunarfræðingar sem útskrifuðust frá Háskólanum á Akureyri  sl. vor og skrifuðu um mjög áhugavert málefni í lokaverkefni sínu, hjarta- og æðasjúkdóma.

 

Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein helsta dánarorsök karla og kvenna í heiminum í dag. Í rannsókn þeirra var aðallega fjallað um kransæðastíflu og megin áhersla lögð á konur með kransæðastíflu en í gegnum tíðina hefur athyglinni verið beint frekar að körlum. Ástæður þess eru m.a. taldar vera að konur greinast seinna á lífsskeiðinu og birtingarmyndir einkenna þeirra eru oft óljósari. Hugmyndin að verkefninu kviknaði eftir að íslensk kona, á besta aldri, lést af völdum kransæðastíflu.

 

Í erindinu munu hjúkrunarfræðingarnir Gerður Sif Skúladóttir, Jóna Sif Leifsdóttir, Kristjana Sigurveig Sveinsdóttir og Sunna Björg Bjarnadóttir kynna helstu niðurstöður verkefnisins.

Hjartans mál: hjarta- og æðasjúkdómar kvenna 

 

Hádegisfyrirlestrar Fjölheima hefjast aftur fimmtudaginn 24.september næstkomandi kl.12:10 - 12:50. 

 

Í þetta skipti koma til okkar hjúkrunarfræðingar sem útskrifuðust frá Háskólanum á Akureyri  sl. vor og skrifuðu um mjög áhugavert málefni í lokaverkefni sínu, hjarta- og æðasjúkdóma.

 

Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein helsta dánarorsök karla og kvenna í heiminum í dag. Í rannsókn þeirra var aðallega fjallað um kransæðastíflu og megin áhersla lögð á konur með kransæðastíflu en í gegnum tíðina hefur athyglinni verið beint frekar að körlum. Ástæður þess eru m.a. taldar vera að konur greinast seinna á lífsskeiðinu og birtingarmyndir einkenna þeirra eru oft óljósari. Hugmyndin að verkefninu kviknaði eftir að íslensk kona, á besta aldri, lést af völdum kransæðastíflu.

 

Í erindinu munu hjúkrunarfræðingarnir Gerður Sif Skúladóttir, Jóna Sif Leifsdóttir, Kristjana Sigurveig Sveinsdóttir og Sunna Björg Bjarnadóttir kynna helstu niðurstöður verkefnisins.

Fyrsti fyrirlestur vetrarins verður haldinn
fimmtudaginn 24.september nk.

 

 

Fylgist með og takið daginn frá!