Þekkingarsetur á Selfossi

 

Föstudaginn 1. mars 2013 afhenti Sveitarfélagið Árborg formlega meginhluta húsnæðis fyrrum Sandvíkurskóla í hendur Háskólafélags Suðurlands en félagið er hinn formlegi leigutaki húsnæðisins sem er um 1620 fermetrar að stærð. Við sama tækifæri voru kynnt úrslit í samkeppni um nafn á nýrri starfsemi í húsnæðinu og varð fyrir valinu nafnið Fjölheimar, en höfundur þeirrrar tillögu reyndist vera Ingunn Jónsdóttir, starfsmaður Háskólafélagsins.

Fjölmargir samstarfsaðilar Háskólafélagsins eru með aðstöðu í Fjölheimum en umfangsmesta starfsemin í húsinu er á vegum Fræðslunetsins – símenntunar á Suðurlandi. Fjölheimar eru höfuðstöðvar Háskólafélagins og Fræðslunetsins en starfssvæði félaganna nær til alls Suðurlands, frá Höfn (Þorlákshöfn) til Hafnar (í Hornafirði). Meðal annarra leigutaka í Fjölheimum má nefna Birtu – starfsendurhæfingu Suðurlands, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Markaðsstofu Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrustofu Vestfjarða – fornleifadeild, Sálina – sálffræðiþjónustu, og Lausnina – fjölskyldumiðstöð. Þá er hér skrifstofa Réttindagæslumanns fatlaðs fólks á Suðurlandi og ráðgjafafyrirtækisins Næsta skref. Einnig er rúmgóð lesstofa í Fjölheimum þar sem nemendur, aðallega háskólanemar, geta leigt sér aðstöðu til náms, alla sjö daga vikunnar. Loks eru í Fjölheimum fjöldi kennslustofa, þar á meðal handverksstofa og kennslueldhús auk almennra stofa og fundaraðstöðu.

Líttu við á Facebook síðunni okkar

© Fjölheimar við Tryggvagarð 800 Selfossi

  • Facebook - Black Circle