Smekkfullt hús í Fjölheimum á hádegisfyrirlestri Lausnarinnar

Að þessu sinni komu þau Theodór Francis Birgisson og Helga Lind Pálsdóttir félagsráðgjafar sem eru ráðgjafar hjá Lausninni – fjölskyldumiðstöð.
Lausnin hefur nýlega hafið starfsemi í Fjölheimum og kynntu þau okkur þá þjónustu sem þau bjóða uppá auk þess að fjalla um lykilatriði í árangursríkum samskiptum.
Eins og myndirnar sýna var fullt út úr dyrum og greinilegt að Sunnlendingar eru áhugasamir um þjónustu Lausnarinnar.