Menningararfur - skiptir hann þig máli?


Ef svarið er já, þá átt þú erindi á þennan umræðufund um óáþreifanlegan menningararf og kynningu á sáttmála UNESCO um verndun hans.

Fimmtudaginn 21. janúar kl. 18:00 í Fjölheimum á Selfossi verður haldinn umræðu- og kynningarfundur um óáþreifanlegan menningararf (menningarerfðir) og sáttmála UNESCO um verndun hans.

Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla, hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, Þorrablótum, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku; að kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.

Fundurinn er í tengslum við verkefni á vegum menntamálaráðuneytinsins og er markmiðið að:

• koma af stað umræðu um menningarerfðir • fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda • fá upplýsingar um félög / hópa sem starfa á sviði menningarerfða • kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða en lykilatriði hans er að við sem landið byggjum segjum til um hvað eru menningarerfðir okkar og hvernig best sé að vernda þær.

Guðrún Ingimundardóttir, verkefnisstjóri

Nýtt efni
Eldra efni
Skjalasafn
Leit
No tags yet.