Hádegisfyrirlestur 31.mars

„Eru bækur eftir íslenskar konur merkilegri en bækur eftir íslenska karla? Hvað er Konubókastofa að gera á Eyrarbakka?“
Rannveig Anna Jónsdóttir forstöðukona Konubókastofu verður með næsta hádegisfyrirlestur í Fjölheimum þar sem hún leitast við að svara þessum spurningum. Anna ræðir hvernig starfsemi Konubókastofu hefur þróast á sínum þrem starfsárum og veltir fyrir sér framtíðinni.
Allir velkomnir og eins og áður verður Birtu hópurinn með ilmandi og matarmikla súpu ásamt brauði.