Hádegisfyrirlestur Fjölheima 25.ágúst

Að þessu sinni ætlar Háskólafélag Suðurlands að segja frá þátttöku sinni í tveggja ára Erasmus+ verkefni styrktu af Evrópusambandinu á vettvangi fullorðinsfræðslu, sem er að ljúka. Sigurður Sigursveinsson mun þar greina frá þátttöku félagsins í verkefninu en það nefnist Partnership for Geo education, eða Samstarf um menntun í náttúrufræðum. Samstarfslöndin eru Króatía, Portúgal og Pólland og hafa fjölmennir hópar tekið þátt í gagnkvæmum heimsóknum milli landanna. Verkefnið var unnið í nánu samstarf við Kötlu jarðvang

(Katla UNESCO Global Geopark) en jarðvangurinn er afrakstur fyrsta byggðaþróunarverkefnis félagsins. Greint verður frá verkefninu í máli og myndum.

Nýtt efni
Eldra efni
Skjalasafn
Leit
No tags yet.