Hádegisfyrirlestrar Fjölheima hefjast aftur fimmtudaginn 31.janúar 2019

Nú ætla Fjölheimar á Selfossi að taka aftur upp þráðinn með hina vinsælu fimmtudags hádegisfyrirlestra.

Í vetur verða það meistaranemar sem nýta sér lesaðstöðuna í Fjölheimum sem kynna áhugaverð rannsóknarverkefni sín.

Tinna Björk Helgadóttir ríður á vaðið fimmtudaginn 31.janúar og kynnir verkefnið Frístundalæsi: Hvernig má nýta tíma á frístundaheimilum til að efla læsi?

Eins og áður mun Birta starfsendurhæfing hafa til sölu léttan hádegisverð en lysthafendur eru beðnir að skrá sig á netfangið fjolheimar@gmail.com

Nýtt efni
Eldra efni
Skjalasafn
Leit
No tags yet.