Viðbragðsáætlun vegna COVID19 veirunnar, frá og með 15.4.2021

Markmið Háskólafélags Suðurlands, Birtu starfsendurhæfingar og Fræðslunetsins símenntunar á Suðurlandi með þessari viðbragðsáætlun er að taka á óvissuþáttum er tengjast heimsfaraldri Covid-19 veirunnar.  Markmið áætlunarinnar er að halda nauðsynlegri starfsemi ofangreindra fræðsluaðila gangandi við aðstæður (sem verða til) í kjölfar takmarkana af hálfu sóttvarnayfirvalda. Starfsfólk fyrrgreindra fræðsluaðila mun fylgjast vel með stöðunni á degi hverjum og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í hvívetna.

 

Starfsemi fræðslustofnana á neyðarstigi með takmörkunum í sóttvarnarskyni

Heilbrigðisráðuneytið hefur sett reglugerð þar sem eftirfarandi skal m.a. vera framfylgt :

Framhaldsskólar og menntastofnanir sem kenna á framhaldsskólastigi:

 • Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 50.

 • Halda skal eins metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella.

 • Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma.

 • Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

 • Sameiginlegir snertifletir í kennslustofum skulu sótthreinsaðir eftir hverja viðveru nemenda­hópa. Jafnframt skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti a.m.k. einu sinni á dag og leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Vegna húsnæðis/aðstöðu í Fjölheimum

Húsnæðið í Fjölheimum hýsir bæði fræðslustarfsemi og ýmsa atvinnustarfsemi sem allt lýtur tveggja metra reglunni.  Gerðar hafa verið eftirfarandi ráðstafanir vegna veirunnar í Fjölheimum.

 • Upplýsingar um aukið hreinlæti/sóttvarnir eru vel sýnilegar og á þremur tungumálum.

 • Handspritt er aðgengilegt um allt húsið;  í öllum kennslustofum, salernum, opnum rýmum, skrifstofum og kaffistofum.  Einnig er boðið upp á hanska víða um húsnæðið.

 • Fræðsluaðilar bjóða starfsfólki sínu upp á grímur.

 • Dagleg þrif hafa verið aukin í húsinu.

 • Allir snertifletir í húsinu hafa verið kortlagðir og gerð hefur verið áætlun með hvaða hætti þeir skulu þrifnir að minnsta kosti einu sinni á dag.

 • Námsmenn og kennarar munu verða hvattir og studdir til þess að viðhalda eigin sóttvörnum og hjálpa til við að sótthreinsa í kringum sig.

 • Gerðar hafa verið umgengnisreglur sem gilda um mismunandi svæði hússins.

 • Mælst er eindregið til þess að grímur verði notaðar við inngang og á göngum.

 

Viðbrögð við smiti hjá fræðsluaðila í Fjölheimum

 1. Komi til þess að einn eða fleiri starfsmenn hjá fræðsluaðila smitist af veirunni annars staðar en í Fjölheimum eða þurfi að fara í sóttkví verður reynt eftir fremsta megni að halda starfseminni gangandi. Starfsfólk fræðsluaðila á þess kost að geta unnið heiman frá sér, eins og aðstæður og ástand viðkomandi leyfa.  Eftir atvikum getur námskeið sem viðkomandi verkefnastjóri kann að stýra verið fellt niður. Skoðuð verða úrræði til að koma í veg fyrir slíkt.  Það sama á við um námsráðgjafa og stjórnanda; þeir reyna eftir megni að vinna heiman frá sér komi til smits hjá þeim.

 2. Ef kennarar sem starfa sem verktakar hjá fræðsluaðila eru settir í sóttkví er reynt að gera ráðstafanir með að viðkomandi geti kennt áfram  í gegnum fjarkennslubúnað.  Ef kennari veikist af veirunni þá er námskeiði frestað eða eftir atvikum fellt niður.

 3. Þurfi nemandi eða hópur nemenda í sóttkví, skal reynt að gera þeim kleift að halda áfram námi sínu í gegnum fjarkennslubúnað eða námi þeirra frestað þar til aðstæður leyfa.

 4. Sé nemandi eða nemendahópur kvíðinn varðandi framhald náms skulu starfsmenn fara yfir málin með viðkomandi og vera upplýsandi, lausnamiðaðir og róandi í viðbrögðum sínum.

 5. Veikist (smitist) nemandi og þurfi að draga sig úr námi vegna þess, skal í hvívetna farið eftir ráðleggingum sóttvarnarlæknis um hugsanlegar takmarkanir og umgengni annarra í kjölfarið.  Reynt skal eins og hægt er að viðkomandi geti síðar haldið áfram námi eða lokið námi.

 6. Komi til lokunar húsnæðis (samkomubanns) senda fræðsluaðilar þegar í stað út bréf til námsmanna þar sem fram kemur hvort eða með hvaða hætti fræðslu verður framhaldið. Upplýsingar meðan á samkomubanni stendur eru mikilvægar svo og upplýsingar um með hvaða hætti starfseminni verður fram haldið.

 

Samskiptaleiðir

Hægt er að senda fyrirspurnir og ábendingar varðandi faraldurinn  til fræðsluaðilanna eftir eftirfarandi leiðum:
Fræðslunetið, netfangið: fraedslunet@fraedslunet.is     Símsvörun er í síma 560 2030. 
Háskólafélagið, netfangið: hfsu@hfsu.is. Símsvörun er í síma 560 2040/897 2814.
Birta, netfangið birta@birtastarfs.is  Símsvörun í síma 560 2045


Ábyrgðaraðilar

Eyjólfur Sturlaugsson Fræðslunetinu símenntun á Suðurlandi
Sandra Guðmundsdóttir Birtu starfsendurhæfingu
Sigurður Sigursveinsson Háskólafélagi Suðurlands

Síðast uppfært 15.4.2021