Umhverfisstefna Fjölheima
Fjölheimar kappkosta að auka þekkingu og virðingu fyrir umhverfinu og skapa jákvætt viðhorf námsmanna og starfsmanna til umhverfisins.
Markmiðið er að:
-
Bjóða námsmönnum og starfsmönnum upp á aðstöðu þar sem ábyrg umgengni við náttúruna og annað umhverfi er höfð að leiðarljósi.
-
Bæta umgengni og nýtingu á verðmætum Fjölheima meðal annars með aukinni fræðslu.
-
Stefna að stöðugum umbótum á umhverfinu með flokkun úrgangs og sjá til þess að hreinsun og tæming íláta verði eðlilegur og sjálfsagður hluti af daglegu starfi.
-
Stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu þess úrgangs sem til fellur innan veggja Fjölheima eins og bylgjupappa, pappírs, plasts, málma, glers, lífrænna leifa og að spilliefnum sé fargað á viðurkenndan hátt.
-
Hvetja til sparnaðar og hirðusemi í daglegum störfum.
-
Taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup og daglegan rekstur.

